Fótbolti

Króatía og England mætast fyrir luktum dyrum í dag

Króatía tekur á móti Englandi í Þjóðadeild UEFA í dag í Rijeka en það verða engir aðdáendur á vellinum enda seinni leikur í heimaleikjabanni sem Króatar voru dæmdir í eftir að hakakross var málaður á völl fyrir leik liðsins.

Kane og félagar mæta á tóman leikvöllinn fyrir stuttu. Fréttablaðið/Getty

Króatía tekur á móti Englandi í Þjóðadeild UEFA í dag í Rijeka en það verða engir aðdáendur á vellinum enda seinni leikur í heimaleikjabanni sem Króatar voru dæmdir í eftir að hakakross var málaður á völl fyrir leik liðsins.

Er þetta 988. leikur enska landsliðsins og sá fyrsti sem liðið leikur fyrir luktum dyrum.

Stuðningsmenn Króatíu máluðu hakakross á völlinn fyrir leik Króatíu og Ítalíu í undankeppni EM 2016. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem króatískir aðdáendur koma liðinu í vandræði og leika þeir oft fyrir luktum dyrum.

Einhverjir breskir stuðningsmenn ferðuðust til Króatíu í von um að sjá leikinn og verður fróðlegt að sjá hvort að þeir finna leið inn á völlinn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Arnór og Hörður báðir í úrvalsliði sjöttu umferðar

Fótbolti

Sarri tilbúinn að leyfa Cahill að fara frá Chelsea

Fótbolti

„Ekki í boði að spila neinn skítaleik“

Auglýsing

Nýjast

Útisigrar í báðum leikjum kvöldsins

Frakkar stungu af í seinni hálfleik

Valur stöðvaði sigurgöngu Keflavíkur

Rússar færast nær langþráðu EM-gulli

Gylfi og Sara Björk knatt­spyrnu­fólk ársins

Hópur valinn fyrir lokahnykkinn í undankeppni EM

Auglýsing