Í króatískum fjölmiðlum greinir Tomislav Pacak frá því að það væri ekkert í regluverki UEFA sem skipaði Króötum að krjúpa á hné

Króatar hefja leik gegn Englendingum á Wembley á sunnudaginn sem hafa gefið það út að þeir munu krjúpa á hné fyrir leiki sína á mótinu.

Leikmenn á Englandi hófu að krjúpa á hné við upphafsflaut leikja á síðasta ári til að sýna Black Lives Matter hreyfingunni stuðning. Búið var að greina frá því að enska landsliðið myndi halda því áfram á mótinu.

Þónokkrir áhorfendur heyrðust baula á enska landsliðið þegar leikmenn liðsins krupu á hné fyrir síðustu tvo æfingarleiki