Fyrstu leikirnir í undankeppni Evrópumótsins 2020 fóru fram í dag þar sem Króatía lenti í basli gegn Aserbaídsjan en Hollendingar unnu öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi.

Silfurliðið á HM í sumar, Króatía, lenti undir á heimavelli en Andrej Kramarić skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Króatar ollu vonbrigðum í Þjóðadeildinni en komust aftur á beinu brautina í kvöld.

Hollendingar gerðu út um leikinn snemma leiks í 4-0 sigri á Hvíta-Rússlandi þar sem Memphis Depay skoraði tvö og Liverpool-mennirnir Gini Wijnaldum og Virgil van Dijk skoruðu sitt hvort markið.

Belgía vann 3-1 sigur á Rússlandi þar sem Eden Hazard skoraði tvívegis og bætti upp fyrir dýrkeypt mistök markvarðarins Thibaut Courtois á heimavelli.

Þá vann Pólland 1-0 sigur í Austurríki þar sem Krzysztof Piątek skoraði sigurmarkið stuttu eftir að hafa komið inná sem varamaður.

Öll úrslit dagsins má sjá hér fyrir neðan:

Kasakstan 3-0 Skotland

Kýpur 5-0 San Marínó

Austurríki 0-1 Pólland

Belgía 3-1 Rússland

Króatía 2-1 Aserbaídsjan

Ísrael 1-1 Slóvenía

Holland 4-0 Hvíta-Rússland

Makedónía 3-1 Lettland

Norður Írland 2-0 Eistland

Slóvakía 2-0 Ungverjaland