Króatía vann eins marks sigur á Íslenska lansliðinu í leik liðanna í milliriðli EM í handbolta. Leikar enduðu 23-22 fyrir Króatíu en Ísland á enn von um að komast í undanúrslit mótsins þrátt fyrir tap.

Króatar skoruðu fyrsta mark leiksins en íslenska liðið beit strax frá sér, Viktír Gísli reyndist drjúgur í marki Íslands í upphafi leiks en hann varð fjögur af fyrstu fimm skotum Króata.

Eftir tíu mínútna leik var staðan 4-2 fyrir Ísland, þrátt fyrir nokkra tæknifeila náði Íslenska liðið að byggja upp þriggja marka forystu á fyrstu mínútum leiksins.

Næstu tíu mínúturnar náði íslenska liðið að skapa sér foyrstu, Ísland náði á þessum tímapunkti fimm marka forystu í fyrsta skipti í leiknum. Íslenska vörnin stóð sína plikt og að loknum tuttugu mínútum var staðan 9-4 fyrir Ísland.

Jafnræði var með liðinum síðustu mínúturnar áður en flautað var til hálfleiks. Króatar fengu þó nokkur vítaköst og erfiðlega gekk hjá markvörðum Íslands að komast fyrir þau. Króatar minnkuðu muninn fyrir hálfleik, staðan 12-10 fyrir Ísland.

Króatar voru þéttir fyrir og Ivan Pesic, markvörður liðsins, varði vel.
GettyImages

Króatar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks,, náðu síðan að jafna metin og komast yfir í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 1-0 á 36. mínútu. Ivan Pesic, markvörður Króatíu komst í mikið stuð í markinu en að loknum fjörutíu mínútum var staðan 16-14 fyrir Króatíu.

Íslendingum gekk erfiðlega að finna leið fram hjá hávörn Króata og ef skotið náði fram hjá henni var Ivan Pesic, að hirða næstum því allt í markinu.

Íslendingar náðu hins vegar að laga stöðuna aðeins og að loknum fimmtíu mínútum leiddu króatar með tveimur mörkum, 21-19.

Orri Freyr Þorkelsson var ljósi punkturinn í leik íslenska liðsins
GettyImages

Á 51. mínútu minnkaði Orri Freyr Þorkelsson stöðuna niður í eitt mark það var síðan Elvar Ásgeirsson sem jafnaði metin þegar rúm sjö og hálf mínúta var til leiksloka..

Orri Freyr, átti frábæran leik í íslenska liðinu og hann kom Íslandi yfir með marki á 54. mínútu. Króatar jöfnuðu hins vegar metin þegar tvær mínútur voru til leiksloka.

Króatar komu boltanum í netið þegar að 20 sekúndur voru til leiksloka. Íslendingar fóru fram í sókn, brotið var á þeim, leiktíminn rann út og aðeins aukakast efttir. Ellið Snær tók aukakastið en tókst ekki að komaboltanum fram hjá varnarvegg Króata.

Leiknum lauk með 23-22 sigri Króatíu sem náðu um leið í sín fyrstu stig í milliriðlunum. Ísland er með 4 stig eftir fjóra leiki og á enn raunhæfan möguleika á sæti í undanúrslitum. Til þess að það gerist þarft liðið sigur gegn Svartfjallalandi á miðvikudaginn og treysta á hagstæð úrslit í leik Danmerkur og Frakklands.

Orry Freir Þorkelsson var markahæsti leikmaður Íslands í leiknum með 6 mörk. Viktor Gísli varði 11 skot í marki Íslands og var með 34% markvörslu.