Sport

Króatar fyrstir til að fara í þrjár framlengingar í röð síðan 1990

Króatía komst í gær í úrslit HM í fyrsta sinn eftir sigur á Englandi. Allir þrír leikir Króata í útsláttarkeppninni hafa farið í framlengingu.

Luka Modric og Mario Mandzukic fagna sigrinum á Englendingum. Fréttablaðið/Getty

Það er óhætt að segja að Króatar hafi farið lengri leiðina í úrslitaleik HM en þeir tryggðu sér farseðilinn þangað með sigri á Englendingum í gær, 2-1.

Allir þrír leikir Króatíu í útsláttarkeppninni til þessa hafa verið framlengdir og tveir þeirra fóru alla leið í vítaspyrnukeppni, gegn Danmörku og Rússlandi.

Króatía er fyrsta liðið sem fer í gegnum þrjá framlengda leiki á HM í röð síðan England 1990.

Englendingar unnu Belga 1-0 í 16-liða úrslitunum með marki Davids Platt mínútu fyrir leikslok. Í 8-liða úrslitunum vann England 3-2 sigur á Kamerún en féll svo úr leik fyrir Vestur-Þýskalandi eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum.

Belgar fóru einnig í þrjár framlengingar á HM 1986. Í 16-liða úrslitunum unnu þeir Sovétmenn 4-3 eftir framlengingu og í 8-liða úrslitunum slógu þeir Spánverja út í vítaspyrnukeppni. Belgía tapaði svo fyrir Frakklandi, 4-2, eftir framlengingu í leiknum um 3. sætið.

Króatía mætir Frakklandi í úrslitaleik HM á Luzniki leikvanginum í Moskvu á sunnudaginn. Frakkar hafa unnið alla leiki sína í venjulegum leiktíma og Króatar hafa því leikið einum leik meira á HM, ef svo má segja.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Mistök kostuðu Ísland sigurinn gegn spræku liði Katars

Fótbolti

Van Dijk skaut Hollandi áfram í Þjóðadeildinni

Handbolti

FH bjargaði stigi í hádramatísku jafntefli gegn Val

Auglýsing

Nýjast

Verðskuldað jafntefli í lokaleik ársins gegn Katar

Kolbeinn fagnaði byrjunarliðssætinu með marki

Kolbeinn og Eggert koma inn í liðið gegn Katar

Leik lokið: Katar - Ísland 2-2

West Ham fær leyfi til að bæta við níu þúsund sætum

Tveir leikmenn Þórs/KA æfa með Leverkusen

Auglýsing