Íslenska liðið er í dauðafæri á því að fara í undanúrslit en Króatar eru úr leik. Ísland þarf að vinna Króata í dag og Svartfjallaland á miðvikudag.

Króatar kenna veirunni um slæmt gengi liðsins á mótinu en þeir hafa þó ekki fundið jafn mikið fyrir henni og Ísland.

„Í annað skiptið á síðustu tuttugu árum er Króatía ekki í undanúrslitum Evrópumótsins. COVID-19 og meiðsli fyrirliðans Domagoj Duvnjak slátruðu draumnum," segir í umfjöllun HRT.

Þeir hrósa svo Íslendingum fyrirr framgang sinn. „Ísland hefur sannað á þessu móti að þetta nútíma handboltalið er klárt í að vinna stór afrek. Veiran hefur svo sannarlega látið finna fyrir sér hjá Íslandi en það hafði ekki nein áhrif gegn Frökkum.“

Króatar minna svo á það að þeir hafi mætt Íslandi fimm sinnum á Evrópumótinu og aldrei tapað, Króatar hafa unnið fjóra leiki og eitt jafntefli. 

Björgvin Páll Gústavsson er laus úr einangrun í Búdapest en átta leikmenn liðsins sitja enn fastir í einangrun.