Handbolti

Frábær frammi­staða dugði ekki til gegn Króatíu

Íslenska karlalandsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við fjögurra marka tap 27-31 gegn Króatíu í fyrsta leik B-riðils á HM í handbolta en Króatar kláruðu leikinn á 7-1 spretti eftir að Ísland leiddi stuttu fyrir lok leiksins.

Íslenska vörnin átti í vandræðum með langar sóknir Króata. Fréttablaðið/Epa

Íslenska karlalandsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við fjögurra marka tap 27-31 gegn Króatíu í fyrsta leik B-riðils á HM í handbolta en Króatar kláruðu leikinn á 7-1 spretti eftir að Ísland leiddi stuttu fyrir lok leiksins.

Íslenska liðin átti kaflaskiptan dag, slakur kafli undir lok fyrri- og seinni hálfleiks kostaði liðið að lokum ásamt þess að markvarslan hrökk seint í gang.

Ísland mætir Evrópumeisturunum frá Spáni í næsta leik á sunnudaginn áður en leikir gegn Barein, Japan og Makedóníu taka við.

Íslenska liðið sem er eitt það yngsta á mótinu byrjaði leikinn vel og var enga hræðslu að sjá hjá ungu liði Íslands sem var með frumkvæðið framan af á meðan liðin skiptust á mörkum.

Strákarnir okkar leiddu stærstan hluta fyrri hálfleiks og náðu tveggja marka forskoti um miðbik hálfleiksins en þá fór allt í lás og setti Króatía í lás.

Á síðustu sex mínútum fyrri hálfleiks tókst Íslandi ekki að koma boltanum í netið á sama tíma og Króatar settu fimm mörk á Ísland og tóku með því forskotið inn í hálfleikinn.

Í upphafi seinni hálfleiks komust Króatar fjórum mörkum yfir en íslenska liðið gafst ekki upp og komst aftur inn í leikinn.

Þegar tíu mínútur voru til leiksloka komst Ísland 26-25 yfir en aftur tókst Króötum að setja í lás.

Þeir kláruðu leikinn á 6-1 spretti þar sem mark Íslands kom með síðasta kasti leiksins.

Heilt yfir nokkuð góð spilamennska þrátt fyrir tapið þar sem tveir slakir kaflar kostuðu liðið.

Aron Pálmarsson var stórkostlegur í liði Íslands með sjö mörk og sjö stoðsendingar. Við hlið hans lék Elvar Örn Jónsson vel í fyrsta leik sínum á HM með fimm mörk.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Handbolti

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Handbolti

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Winks bjargaði Tottenham gegn Fulham

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

City með öruggan sigur á Huddersfield

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Auglýsing