Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni munu krjúpa á hné við upphafsflautið næstu tvær helgar. Með þessu er verið að styðja við bakið á átakinu Ekkert pláss fyrir kynþáttafordóma (e. No Room for Racism).

Í tæp tvö ár tíðkaðist að leikmenn krupu á hné til stuðnings við Black Lives Matter réttindabaráttuna.

Ákveðið var að hætta því fyrr á þessu ári og velja umferðir sem það yrði kropið á hné.

Það var staðfest í dag að leikmenn myndu krjúpa á hné næstu tvær vikur ásamt fyrstu umferðinni eftir HM í Katar og að lokum í lokaumferð tímabilsins næsta vor.