Þýska knattspyrnusambandið mun í næstu viku hefja ítarlega vinnu við að greina Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hjá þýska karlalandsliðinu sem beið afhroð í Katar og féll úr leik í riðlakeppninni.
Miklar væntingar voru gerðar til liðsins sem var í riðli með Spánverjum og svo minni spámönnum á borð við Japan og Kosta-Ríka.
Forseti þýska knattspyrnusambandsins, Bernd Neuendorf segir vonbrigðin mikil.
,,Þetta er afskaplega sársaukafullt en við verðum að horfa fram á við og sambandið mun leiða vinnu sem miðar að því að finna bestu leiðina út úr þessu."
Þýskaland er gestgjafaþjóð Evrópumótsins árið 2024 og vill sambandið að þýska landsliðið berjist um sigur á því móti.
Í næstu viku munu Neuendord, landsliðsþjálfarinn Hansi Flick, liðsstjórinn Oliver Bierhoff ásamt framkvæmdarstjóra þýska knattspyrnusambandsins funda.

,,Væntingarnar standa til að við fáum ítarlega greiningu á frammistöðu liðsins á þessu móti og hvernig áfram verður heldið með tilliti til EM 2024 á okkar heimavelli.
Greiningin mun einnig taka mið af þróun liðsins frá árinu 2018. Það eru kröfurnar sem við höfum og í kjölfarið munu eiga sér stað viðræður."
Staða landsliðsþjálfarans Hansi Flick er talin mjög völt en engin ákvörðun hefur þó verið um framtíð hans.