ÍSÍ tilkynnti í dag að Kristrún Guðnadóttir og Sturla Snær Snorrason yrðu fánaberar Íslands á setningarhátíð Vetrarólympíuleikanna annað kvöld.

Kristrún er að fara að keppa á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn en Sturla er á sínum öðrum Ólympíuleikum.

Hátíðin fer fram klukkan átta um kvöld að staðartíma sem er í hádeginu á íslenskum tíma.

Kemur fram í tilkynningunni að Ísland verði um miðbik inngöngunnar og verða allar þjóðir með tvo fánabera.