Tveir Íslendingar tóku þátt í sinni fyrstu grein á Vetrarólympíuleikunum rétt í þessu þegar Kristrún Guðnadóttir kom í mark í 74. sæti og Isak Stainson Pedersen í 78. sæti í fyrstu umferð sprettgöngu.

Það dugar ekki til að komast áfram í úrslitin og hefur Kristrún því lokið þátttöku á fyrstu Ólympíuleikum sínum. Isak á enn eftir að keppa í liðakeppni í sprettgöngu.

Kristrún sem kom í mark á 3:49,59 mínútum var fjörutíu sekúndum á eftir Jonnu Sundling sem var með talsverða yfirburði í undanrásunum fyrr í dag.

Isak sem er að keppa á sínum öðrum Vetrarólympíuleikum kom í mark á 3:11,95 sem var tæplega 27 sekúndum á eftir Lucas Chanavat sem kom fyrstur í mark í undanrásunum karlamegin.