Kristófer Acox, leikmaður Vals og Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis voru valin leikmenn ársins í efstu deild karla og kvenna í körfubolta á Verðlaunahátíð KKÍ í dag.

Þetta er í þriðja skiptið sem Kristófer er valinn en fyrsta skiptið hjá Dagnýju sem var að leika fyrsta tímabil sitt á Íslandi eftir langa dvöl Vestanhafs í skiptinámi.

Athygli vekur að engin úr Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur í kvennadeildinni fékk verðlaun að þessu sinni og aðeins Kristófer úr Íslandsmeistaraliði Vals í karlaflokki.

Hér fyrir neðan má sjá þá sem þóttu skara fram úr í ár.

Úrvalslið Subway deildar karla

Hilmar Pétursson Breiðablik

Sigtryggur Arnar Björnsson Tindastóll

Ólafur Ólafsson Grindavík

Kristófer Acox Valur

Sigurður Gunnar Þorsteinsson Tindastóll

Besti leikmaður: Kristófer Acox Valur

Besti erlendi leikmaður: Daniel Mortensen Þór Þ.

Besti þjálfari: Baldur Þór Ragnarsson Tindastóll

Ungi leikmaður ársins: Þorvaldur Orri Árnason KR

Úrvalslið Subway deildar kvenna

Dagbjört Dögg Karlsdóttir Valur

Eva Margrét Kristjánsdóttir Haukar

Helena Sverrisdóttir Haukar

Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir

Isabella Ósk Sigurðardóttir Breiðablik

Besti leikmaður: Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir

Besti erlendi leikmaður: Aliyah Daija Mazyck Fjölnir

Besti þjálfari: Bjarni Magnússon Haukar

Ungi leikmaður ársins: Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Haukar