Launadeila Kristófers og KR náði hámarki á síðasta ári þegar Kristófer rifti samningi sínum við KR og samdi við Val.

Í kjölfarið kom í ljós að Kristófer hefði ákveðið að höfða mál vegna vangoldina launa.

Í dómnum kemur fram að KR hafi aðeins einu sinni borgað umsamin mánaðarlaun, 600 þúsund krónur ásamt árangurstengdum greiðslum á réttum tíma.

Yfirleitt hafi greiðslur borist seint en heilt yfir hafi KR um tíma skuldað Kristófer tæplega ellefu milljónir króna.

KR var þó búið að borga Kristóferi sjö milljónir og var KR því dæmt til að greiða honum 3,8 milljónir ásamt málskostnaði.