Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í lok október. Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari íslenska liðsins hefur valið 19 leikmenn í æfingahóp fyrir þessa tvo leiki.

Þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Ólafur Gústafsson og Ómar Ingi Magnússon eiga allir við smávægileg meiðsli að stríða og eru því ekki valdir að þessu sinni.

Íslenska liðið hittist í Reykjavík og æfir þar 21. - 23. október en fimmtudaginn 24. október heldur hópurinn til Svíþjóðar þar sem leiknir verða tveir vináttulandsleikir gegn heimamönnum. Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 25. október í Kristianstad og sá síðari sunnudaginn 27. október í Karlskrona.

Leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir Evrópumótið sem fram fer í janúar á næsta ár. Ísland leikur sinn riðil í Malmö í Svíþjóð. Evrópumótið hefst 11. janúar en Ísland er í riðli með Danmörku, Ungverjaland og Rússland í undanriðli á mótinu.

Hópurinn fyrir leikina við Svía er skipaður eftirfarandi leikmönnum:

Markmenn:

Ágúst Elí Björgvinsson, IK Sävehof 29/0
Grétar Ari Guðjónsson, Haukar 7/0
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 7/0

Vinstra horn:

Bjarki Már Elísson, Lemgo 61/136

Vinstri skytta:

Aron Pálmarsson, Barcelona 139/545
Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad 113/207

Leikstjórnendur:

Elvar Örn Jónsson, Skern 24/74
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kiel 21/28
Haukur Þrastarsson, Selfoss 10/9
Janus Daði Smárason, Aalborg Håndbold 35/41

Hægri skytta:

Kristján Örn Kristjánsson, ÍBV 5/1
Teitur Einarsson, IFK Kristianstad 16/15

Hægra horn:

Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HC 105/311
Sigvaldi Guðjónsson, Elverum 18/31

Línumenn:

Arnar Freyr Arnarsson, GOG 45/65
Elliði Snær Viðarsson, ÍBV 4/3
Sveinn Jóhannsson, Sönderjyske 5/14
Ýmir Örn Gíslason, Valur 31/14

Varnarmenn:

Daníel Þór Ingason, Esbjerg 30/9