Kristján Örn Kristjánsson kemur inn í leikmannahóp íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Marokkó í kvöld og tekur hann stöðu Ómars Inga Magnússonar.

Það er eina breytingin á leikmannahópnum á milli leikja síðan Ísland vann 39-24 sigur á Alsír um helgina.

Ómar Ingi tekur sér sæti á varamannabekknum ásamt Kára Kristjáni Kristjánssyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni en Janus Daði Smárason er farinn heim á leið eftir að meiðsli tóku sig upp á ný,

Þetta er í fyrsta sinn sem Kristján Örn sem er iðulega kallaður Donni, er á leikskýrslu á stórmóti í handbolta.