Kristján Örn Kristjánsson eða Donni eins og hann er kallaður er búinn að semja við franska liðið PAUC um að leika með félaginu frá og með næsta sumri.

Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta í dag en franska deildin er ein sú sterkasta í heiminum.

„Frakkarnir vildu fá hann strax í sumar en Donni ákvað að taka eitt tímabil í viðbót á Íslandi og klára samninginn við okkur,“ sagði Davíð Þór Óskarsson formaður handknattleiksdeildar ÍBV í samtali við Eyjafréttir.

Donni virðist ætla að nýta síðasta tímabilið á Íslandi vel því hann skilaði tólf mörkum úr sautján skotum í fyrsta leik vetrarins með ÍBV. Donni lék áður með uppeldisfélagi sínu, Fjölni í Olís-deild karla.