Handbolti

Kristján Örn tryggði ÍBV stig í Mosfellsbæ

Eyjamenn komu til baka og náðu í stig gegn Mosfellingum að Varmá. Kristján Örn Kristjánsson skoraði jöfnunarmarkið á elleftu stundu.

Kristján Örn sá til þess að Eyjamenn fengu stig í Mosfellsbænum. Fréttablaðið/Ernir

Kristján Örn Kristjánsson tryggði ÍBV stig gegn Aftureldingu í kvöld þegar hann jafnaði í 28-28 í þann mund sem leiktíminn rann út.

Kristján Örn átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik þar sem Arnór Freyr Stefánsson varði flest skota hans. Hann vaknaði hins vegar til lífsins í seinni hálfleik og endaði með sjö mörk, flest allra á vellinum.

Afturelding var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með fjórum mörkum að honum loknum, 15-11. ÍBV lék mun betur í seinni hálfleik og náði að tryggja sér annað stigið.

Arnór Freyr var frábær í marki Aftureldingar og varði yfir 20 skot. Tumi Steinn Rúnarsson var markahæstur Mosfellinga með sjö mörk. Elvar Ásgeirsson skoraði sex.

Kristján Örn skoraði sjö mörk fyrir Eyjamenn og Kári Kristján Kristjánsson sex.

Afturelding er áfram í 5. sæti deildarinnar, nú með sex stig. ÍBV er með fjögur stig um miðja deild.

Tumi Steinn skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu. Fréttablaðið/Ernir

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Haukar nálgast toppliðin - Stjarnan úr botnsætinu

Handbolti

Ólafur bestur þegar mest á reynir

Auglýsing

Nýjast

Solari fær langtímasamning hjá Real Madrid

Tveggja leikja bann fyrir pirringskastið

Rooney mun klára ferilinn í Bandaríkjunum

Birgir Leifur úr leik

Rekinn eftir 73 daga í starfi

Helena: Einhvern veginn allt að

Auglýsing