Kristján Flóki Finnbogason, sóknarmaður karlaliðs KR í knattspyrnu, var fjarri góðu gamni þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Keflavík í síðasta æfingaleik sínum fyrir átökin í deild og bikar í sumar.

Kristján Flóki er að glíma við meiðsli í hné en hann sagði í samtali við KR hlaðvarpið að hann sé að glíma við meiðsli í hné.

Framherjinn var ekki viss um hann gæti spilað í Meistarakeppni KSÍ þar sem KR sem er ríkjandi Íslandsmeistari mætir Víkingi sem varð bikarmeistari síðasta sumar.

Hann er hins vegar vongóður um að verða búinn að jafna sig af meiðslunum sem eru að hrjá hann í tæka tíð fyrir fyrsta leik KR í titilvörn sinni á Íslandsmótinu sem er nágrannaslagur við Val á Origo-vellinum að Hlíðarenda laugardagskvöldið 13. júní.

Kristján Flóki kom til KR frá norska liðinu Start um mitt síðasta sumar og skoraði þrjú mörk í þeim átta deildarleikjum sem hann spilaði með Vesturbæjarliðinu seinni hluta sumarsins.