Kristján Flóki Finnbogason hefur verið kynntur til leiks sem nýr leikmaður karlaliðs KR í knattspyrnu.

Kristján Flóki kemur til KR frá Start en þar hefur hann verið á mála síðustu tvö ár. Hann var lánaður til sænska liðsins Brommapojkarna á síðustu leiktíð.

Þá hefur hann auk uppeldisfélags síns, FH, einnig leikið með FC Köbenvavn á ferli sínum.

Framherjinn var einnig orðaður við FH sem leita að framherja til þess að fylla skarð Jákups Thomsens sem er með slitið krossband.

Nú er hins vegar ljóst að Kristján Flóki mun leika með KR sem trónir á toppi Pepsi Max-deildarinnar eins og sakir standa.