Kristján Einar Kristjánsson, Formúlu 1 lýsandi hjá Viaplay og annar af umsjónarmönnum hlaðvarpsþáttarins Pitturinn, ræddi við Aron Guðmundsson, íþróttablaðamann Fréttablaðsins um nýafstaðið tímabil í Formúlu 1 og framtíðarhorfur fyrir mótaröðina í Íþróttavikunni með Benna Bó.
Það voru Max Verstappen og Red Bull Racing sem báru höfuð og herðar yfir keppi- nauta sína á nýafstöðnu keppnistímabili í Formúlu 1 þar sem vel heppnuð frum- sýning nýrra bíla fór fram. Árið 2022 í Formúlu 1 bauð upp á margt þó svo að úrslitin hafi verið ráðin of snemma fyrir smekk flestra.
Sjá má umræður Kristjáns Einars og Arons um tímabilið 2022 hér fyrir neðan: