Krist­inn Guðmunds­son mun láta af störfum sem annar þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta þegar yfirstandandi leiktíð lýkur en hann er á leið til Fær­eyja.

Það er handbolti.is sem greinir frá þessu.

Kristinn hefur samið við færeyska félagið Eiði á Aust­ur­ey og mun hann hefja störf þar í byrjun júlí.

Þar mun hann stýra kvennaliði fé­lags­ins sem mun leika í efstu deild og vera í þjálfarateymi karlaliðs félagsins auk þess að þjálfa efstu aldursflokka yngri flokkanna.