Kristinn Þórarinsson sundmaður úr ÍBR er að synda af miklum krafti á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem haldið er í Ásvallalaug þessa helgina.

Kristinn náði sínu öðru EM lágmarki á mótinu þegar hann synti á 24,32 sekúndum í undanrásumí 50 metra baksundi.

Hann á best 24,27 sekúndur í greininni en þeim tíma náði hann á Íslandsmeistaramótinu í fyrra.

Íslandsmet Arnar Arnarsonar í greininni er 24,05 sekúndur og spurning hvort að Kristinn nái að bæta það meta í úrslitasundinum sem synt verður síðdegis í dag.