Krist­inn Þór­ar­ins­son sundmaður úr ÍBR  varð í gær þriðji íslenski sundmaðurinn til þess að ná lágmarki fyr­ir heims­meist­ara­mótið í 25 metra laug sem fram fer í Kína í des­em­ber.

Áður hefur komið fram að Ant­on Sveinn McKee og Dadó Fenrir Jasm­inu­son hefðu gert slíkt hið sama á Íslands­meist­ara­mót­inu sem fram fer í Ásvalla­laug um helg­ina.

Krist­inn tryggði sér Íslands­meist­aratitilinn í 200 metra fjór­sundi á tímanum 2:00,04 mín­út­um.

Hann tryggði sér um leið sæti á heimsmeistaramótinu, en lág­markið fyr­ir mótið er 2:00,70.