Kristinn Þórarinsson sundmaður úr ÍBR varð í gær þriðji íslenski sundmaðurinn til þess að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið í 25 metra laug sem fram fer í Kína í desember.
Áður hefur komið fram að Anton Sveinn McKee og Dadó Fenrir Jasminuson hefðu gert slíkt hið sama á Íslandsmeistaramótinu sem fram fer í Ásvallalaug um helgina.
Kristinn tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í 200 metra fjórsundi á tímanum 2:00,04 mínútum.
Hann tryggði sér um leið sæti á heimsmeistaramótinu, en lágmarkið fyrir mótið er 2:00,70.