Neyðarfundur stjórnar var boðaður í kvöld þar sem Joan Laporta forseti félagsins og hans stjórn tók ákvörðun.

Vandræði Barcelona hafa mikið verið í umræðunni og var ákveðið að reka Koeman. Hann hafði stýrt liðinu í eitt og hálft tímabil.

Barcelona tapaði á útivelli gegn Rayo Vallecano í spænsku La Liga í kvöld. Radamel Falcao gerði eina mark leiksins þegar hálftími var liðinn. Memphis Depay klikkaði á vítaspyrnu fyrir Barcelona.

Barcelona hafði tapað fyrir Real Madrid um liðna helgi, fjárhagstaða félagsins er verulega slæm og hefur það gert starf Koeman mjög erfitt.

Barcelona er í níunda sæti La Liga á Spáni með 15 stig eftir tíu leiki.