Íslenski boltinn

KR unnið Fylki í níu leikjum í röð

KR vann öruggan sigur á Fylki, 2-5, í kvöld. KR-ingar hafa haft afar gott tak á Fylkismönnum á undanförnum árum.

Pálmi Rafn skoraði tvö marka KR gegn Fylki. Hann er kominn með sjö mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Fréttablaðið/Ernir

KR vann 2-5 sigur á Fylki í Egilshöllinni í kvöld. KR-ingar gerðu út um leikinn á fyrsta hálftímanum og komust þá í 1-4.

Pálmi Rafn Pálmason og André Bjerregaard skoruðu tvö mörk hvor fyrir KR og Kennie Chopart eitt. KR-ingar eru í 6. sæti deildarinnar með 17 stig.

Daði Ólafsson og Ásgeir Eyþórsson skoruðu mörk Fylkis sem hefur tapað fjórum leikjum í röð og situr í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar.

KR-ingar hafa haft afar gott tak á Fylkismönnum undanfarin ár en þetta var níundi sigur þeirra á Árbæingum í efstu deild í röð. Markatalan í þessum níu leikjum er 29-7.

Fylkir vann KR síðast í deildarleik, 3-2 í september 2012. Björgólfur Takefusa, Ingimundur Níels Óskarsson og Emil Ásmundsson skoruðu mörk Fylkis en Viktor Bjarki Arnarsson gerði bæði mörk KR.

Í síðustu 15 leikjum KR og Fylkis í efstu deild hafa KR-ingar unnið 14 leiki og aðeins tapað einum; leiknum árið 2012.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Kennie tryggði KR sigur gegn KA

Íslenski boltinn

HK náði fimm stiga forskoti á Þór

Íslenski boltinn

ÍBV færist nær fjórða sætinu

Auglýsing

Nýjast

Haukur valinn bestur á EM

Brighton lagði Man.Utd að velli

Íslenska liðið varð að sætta sig við silfur

Agüero kominn upp að hlið Fowler

Öll þrjú synda til úrslita síðdegis

Rúnar Alex og félagar eru með fullt hús stiga

Auglýsing