Íslenski boltinn

KR unnið Fylki í níu leikjum í röð

KR vann öruggan sigur á Fylki, 2-5, í kvöld. KR-ingar hafa haft afar gott tak á Fylkismönnum á undanförnum árum.

Pálmi Rafn skoraði tvö marka KR gegn Fylki. Hann er kominn með sjö mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Fréttablaðið/Ernir

KR vann 2-5 sigur á Fylki í Egilshöllinni í kvöld. KR-ingar gerðu út um leikinn á fyrsta hálftímanum og komust þá í 1-4.

Pálmi Rafn Pálmason og André Bjerregaard skoruðu tvö mörk hvor fyrir KR og Kennie Chopart eitt. KR-ingar eru í 6. sæti deildarinnar með 17 stig.

Daði Ólafsson og Ásgeir Eyþórsson skoruðu mörk Fylkis sem hefur tapað fjórum leikjum í röð og situr í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar.

KR-ingar hafa haft afar gott tak á Fylkismönnum undanfarin ár en þetta var níundi sigur þeirra á Árbæingum í efstu deild í röð. Markatalan í þessum níu leikjum er 29-7.

Fylkir vann KR síðast í deildarleik, 3-2 í september 2012. Björgólfur Takefusa, Ingimundur Níels Óskarsson og Emil Ásmundsson skoruðu mörk Fylkis en Viktor Bjarki Arnarsson gerði bæði mörk KR.

Í síðustu 15 leikjum KR og Fylkis í efstu deild hafa KR-ingar unnið 14 leiki og aðeins tapað einum; leiknum árið 2012.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Ársmiðasala hefst á þriðjudaginn

Íslenski boltinn

Jón Þór hefur leik gegn Skotlandi

Íslenski boltinn

Gervigrasið á Víkingsvellinum klárt í júní

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Auglýsing