KR-ingar hafa staðfest félagaskipti Kjartans Henrys Finnbogasonar til félagsins frá Esbjerg en þau vistaskipti hafa legið í loftinu undanfarið.

Kjartan Henry getur ekki leikið með KR þegar liðið sækir Fylki heima á Wurth-völlinn í Árbænum í þriðju umferð Íslandsmótsins í kvöld þar sem hann þarf að taka út sóttkví.

Stefnt er að því að þessi 34 ára gamli sóknarmaður verði klár í slaginn þegar KR tekur á móti nágrönnum sínum Valsmönnum í fjórðu umferð deildarinnar.

Óóó Kjartan Henry... Velkominn heim á Meistaravelli🖤🤍 Einn af okkar farsælustu leikmönnum snýr aftur í...

Posted by Knattspyrnufélag Reykjavíkur on Miðvikudagur, 12. maí 2021