Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður karlaliðs KR í körfubolta, hef­ur samið við hollenska félagið Landstede Hammers og mun hann leika með félaginu á þessu tímabili.

Þórir Guðmundur, sem er uppalinn KR-ingur, snéri heim úr háskóla undir lok síðasta tímabils og hefur leikið virkilega vel með KR í upphafi yfirstandandi leiktíð.

Í samtali við heimasíðu KR segir Þórir Guðmundur að spennandi tímar séu framundan, þrátt fyrir að alltaf sé erfitt að yfirgefa KR. Þórir Guðmundur hefur skorað að meðaltali 15,9 stig að meðaltali í fyrstu átta deildarleikjum KR og tekið þar að að auki 10,5 fráköst og gefið 4,8 stoðsendingar.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu, þetta er frábært tækifæri í skemmtilegri deild. Á sama tíma er erfitt að skilja við KR á miðju tímabili og ég er þakklátur fyrir stuðninginn og skilninginn.

Ég óska liðinu góðs gengis og fylgist spenntur með,“ segir Þórir Guðmundur um viðskilnað sinn.

Þess má geta að Landstede Hammers leikur í BNXT deildinni en í henni leikur einnig Antwerp Giants, félag Elvars Más Friðrikssonar.