KR hafði betur með þremur mörkum gegn einu þegar liðið fékk Breiðablik í heimsókn í sjöttu umferð Íslandsmóts karla í knattspyrnu á Meistaravelli í kvöld.

Pablo Punyed skoraði tvö marka KR-liðsins í leiknum og Stefán Árni Geirsson opnaði markareikning í deildinni. Það var hins vegar Höskuldur Gunnlaugsson sem minnkaði muninn fyrir Blika.

Fylkir er á toppi deildarinnar með jafn mörg stig og KR eftir sigur Árbæjarliðsins gegn FH en Valur og Stjarnan og KA og Fjölnir skildu jöfn í leikjum sínum.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins, fór í Vesturbæinn og smellti af myndunum hér fyrir neðan.