Knattspyrnudeild KR hefur samið við ástralska varnarmanninn Ang­ela Be­ard en hún mun leika með kvennaliði félagsins það sem eftir lifir sumars. Be­ard er 22 ára gam­all varn­ar­maður sem hef­ur und­an­far­in þrjú tíma­bil leikið með Mel­bour­ne Victory í efstu deild Ástr­al­íu.

Hún á að baki 66 deild­ar­leiki í Ástr­al­íu þar sem hún hef­ur skorað eitt mark. KR-ingar eru stigalausir eftir fyrstu þrjá leiki sína á Íslandsmótinu á yfirstandandi leiktíð en liðið hefur beðið lægri hlut fyrir Val, Fylki og Breiðabliki í þessum þremur leikjum.

Eftir leikinn gegn Blikum var leik­manna­hópur KR-liðsins settur í sótt­kví sökum þess að leikmaður Breiðabliks greind­ist með kór­ónu­veiruna.

Þeir leikmenn KR sem voru ónotaðir varamenn í leiknum við Breiðablik eru komnar úr sóttkví sem og þjálfarateymi liðsins. Næsti leik­ur KR í deildinni verður gegn Stjörn­unni en sá leikur fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæn­um þann 14. júlí.