Kvennalið KR í knattspyrnu er á leið í sóttkví í þriðja skipti á þessu sumri en af þeim sökum hefur knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, frestað leik Vesturbæinga gegn Selfossi á Íslandsmótinu sem fara átti fram í kvöld.

Þeim leik var frestað þegar KR fór í sóttkví eftir að smit greindist í leikmannahópi Breiðabliks í upphafi sumars. Þá greindist leikmaður KR-liðsins með kórónaveiruna um mitt sumar og fór liðið þá í sóttkví í annað sinn.

RÚV greinir svo frá því í dag að starsmaður í þjálfarateymi KR-inga hafi reynst smitaður og því sé liðið á leið í sóttvkí í þriðja skipti á rúmum tveimur mánuðum. Þá er karlalið félagins í sóttkví fram yfir helgi eftir ferð liðsins til Glasgow þar sem liðið atti kappi við Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að hópurinn sem hélt til Skotlands eigi að mæta í sýnatöku næst á mánudaginn. Því verður toppslag KR við Val sem fram átti að fara síðdegis á laugardaginn að öllum líkindum frestað.