KR náði að snúa taflinu við og vinna 3-2 sigur á Val eftir að hafa lent 0-2 undir í upphafi seinni hálfleiks í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Kristinn Freyr Sigurðsson kom Valsmönnum yfir og í upphafi seinni hálfleiks bætti Ólafur Karl Finsen við marki fyrir gestina.

Stuttu síðar minnkaði Pálmi Rafn Pálmason muninn og fimm mínútum síðar var Alex Freyr Hilmarsson búinn að jafna.

Tíu mínútum fyrir leikslok var komið að varamanninum Pablo Punyed að skora sigurmarkið.

Hann skoraði þá með stórkostlegu aukaspyrnumarki frá vítateigslínunni, sláin inn.

KR er komið með þrettán stiga forskot á Valsmenn eftir níu umferðir .