Knattspyrnudeild KR hefur undirritað tveggja ára samstarfssamning við skorska úrvalsdeildarliðið Aberdeen FC. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KR-ingum.

Aberdeen FC mun deila reynslu sinni og þekkingu varðandi þjálfun, öflugt yngri flokka starfi, samfélagslegri virkni, aukna þátttöku stuðningsfólks sem og til að laða að sameiginlega bakhjarla.

Þá mun KR hafa aðgang að æfingasvæði Aberdeen,  á Corm Park í Skotlandi, þangað verður hægt að senda leikmenn og þjálfara. Einnig er stefnt á árlegan knattspyrnuskóla á vegum KR sem Aberdeen mun koma að, með því að senda þjálfara og deila þekkingu sinni.

Þetta er annar samstarfssamningurinn sem Aberdeen gerir við fótboltafélag, fyrsta félagið var Allstar United frá San Jose í Californiu.  Aberdeen er einnig í langtímasamstarfi við Atlanta United.

Rob Wicks, viðskiptastjóri Aberdeen hefur þetta að segja um samstarfssamninginn við KR:,,Þetta er frábært dæmi um samstarf sem Aberdeen FC vill þróa með fleiri fótboltaklúbbum, víðsvegar um heiminn. Við erum mjög spennt fyrir samstarfinu við KR og að sjá samstarfið stækka fótboltann, samfélagið og viðskiptasambönd, auk þess að skapa sameiginlegan vettvang lærdóms og frumkvæðis sem mun nýtast þjálfurum, styrktaraðilum og viðskiptasamböndum félaganna.“

Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR bætti við:,, Við erum virkilega ánægð með að undirrita þennan samning. Aberdeen FC og KR  voru stofnuð um svipað leyti og  deila báðir klúbbar svipaðri von um vöxt og velgengni og áætlunum um nýja leikvanga sem og löngun til að auka þátttöku aðdáenda. Svo það eru töluverð samlegðaráhrif á milli okkar.