Körfubolti

KR upp að hlið Snæfelli á toppnum

KR jafnaði Snæfell að stigum á toppi Domninos-deildar kvenna í körfubolta með sigri gegn Haukum í áttundu umferð deildarinnar í kvöld.

KR vann góðan sigur gegn Haukum í kvöld. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

KR bar sigurorð af Haukum 69-61 þegar liðin mættust í áttundu umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í DHL-höllinni í kvöld. Þetta var fyrsti leikur umferðarinnar sem klárast svo með þremur leikjum á morgun. 

Haukar höfu leikinn ögn betur, en KR-ingar tók hins vegar frumkvæðið í öðrum leikhluta og heimakonur voru 34-29 yfir í hálfleik. KR skoraði síðustu 11 stigin í fyrri hálfleik, en það var gott leikhlé hjá Benedikt Guðmundssyni þjálfara KR liðsins sem kveikti í liðinu.

Haukar náðu að halda Kiönu Johnson í skefjum framan af leik, en þess í stað lét Orla O'Reillu töluvert að sér kveða fyrir KR-inga. Leikmenn KR hófu svo seinni hálfleikinn betur og komust mest 13 stigum yfir í lok þriðja leikhluta.  

Kiana sem var öflug á lokakafla leiksins var stigahæst hjá KR-ingum með 26 stig, Orla kom næst með 15 stig og Unnur Tara Jónsdóttir sem nýverið var valin í leikmannahóp íslenska landsliðsins  bætti 14 stigum við. Lele Hardy var aftur á móti lang atkvæðamest hjá Haukum með 27 stig. 

Niðurstaðan varð átta stiga KR sem jafnaði þar af leiðandi Snæfell að stigum með 12 stig á toppi deildarinnar. 

Haukar eru hins vegar í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig. Snæfell getur náð toppsætinu aftur með sigri gegn Breiðablik á morgun. Þá mætast einnig Skallagrímur og Valur og Stjarnan og Keflavík. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Körfubolti

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Handbolti

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Auglýsing

Nýjast

Valur krækir í tvo öfluga leikmenn

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Auglýsing