Körfubolti

KR upp að hlið Snæfelli á toppnum

KR jafnaði Snæfell að stigum á toppi Domninos-deildar kvenna í körfubolta með sigri gegn Haukum í áttundu umferð deildarinnar í kvöld.

KR vann góðan sigur gegn Haukum í kvöld. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

KR bar sigurorð af Haukum 69-61 þegar liðin mættust í áttundu umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í DHL-höllinni í kvöld. Þetta var fyrsti leikur umferðarinnar sem klárast svo með þremur leikjum á morgun. 

Haukar höfu leikinn ögn betur, en KR-ingar tók hins vegar frumkvæðið í öðrum leikhluta og heimakonur voru 34-29 yfir í hálfleik. KR skoraði síðustu 11 stigin í fyrri hálfleik, en það var gott leikhlé hjá Benedikt Guðmundssyni þjálfara KR liðsins sem kveikti í liðinu.

Haukar náðu að halda Kiönu Johnson í skefjum framan af leik, en þess í stað lét Orla O'Reillu töluvert að sér kveða fyrir KR-inga. Leikmenn KR hófu svo seinni hálfleikinn betur og komust mest 13 stigum yfir í lok þriðja leikhluta.  

Kiana sem var öflug á lokakafla leiksins var stigahæst hjá KR-ingum með 26 stig, Orla kom næst með 15 stig og Unnur Tara Jónsdóttir sem nýverið var valin í leikmannahóp íslenska landsliðsins  bætti 14 stigum við. Lele Hardy var aftur á móti lang atkvæðamest hjá Haukum með 27 stig. 

Niðurstaðan varð átta stiga KR sem jafnaði þar af leiðandi Snæfell að stigum með 12 stig á toppi deildarinnar. 

Haukar eru hins vegar í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig. Snæfell getur náð toppsætinu aftur með sigri gegn Breiðablik á morgun. Þá mætast einnig Skallagrímur og Valur og Stjarnan og Keflavík. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Keflavík lagði nágranna sína að velli

Körfubolti

ÍR vann afar öruggan sigur gegn Breiðabliki

Körfubolti

Unnu síðustu sex mínúturnar 22-0

Auglýsing

Nýjast

City með öruggan sigur á Huddersfield

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Auglýsing