Molde rótburstaði KR 7-1 þegar liðin mættust í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla á Aker Stadion í Molde í kvöld.

Það varð fljótlega ljóst í hvað stefndi en Molde komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins og staðan var 4-0 í hálfleik.

Leke James skoraði þrennu í leiknum fyrir Molde og Fredrik Aursnes, Vegard Forren, Etzaz Hussain og Ohi Omoijuanfo sitt markið hver.

Tobias Thomsen klóraði í bakkann fyrir KR en ljóst er að formsatriði verður að klára seinni leikinn sem fram fer á Meistaravöllum eftir slétta viku.