KR er fallið úr efstu deild karla í körfubolta, þetta varð ljóst þegar Stjarnan vann sigur á Breiðablik í kvöld. Þetta stórveldi í íslenskum körfubolta leikur í næst efstu deild á næsta ári.

KR er að spila við ÍR þessa stundina en ljóst var fyrir umferðina að KR þyrfti að vinna alla leiki sína og Stjarnan að tapa öllum til að KR gæti bjargað sér.

Sigur Stjörnunnar fellir hins vegar þetta merka stórveldi sem er aðeins með sex stig í efstu deild í vetur.

KR hefur 18 sinnum orðið Íslandsmeistari í körfubolta en miklir erfiðleikar hafa herjað á liðið undanfarin ár.

KR varð síðast Íslandsmeistari árið 2019 en þá hafði liðið unnið titilinn sex ár í röð.