Íslenski boltinn

KR fær annan leikmann frá Víkingi

KR heldur áfram að sækja sér liðsstyrk fyrir næsta tímabil. KR hefur nú fengið tvo leikmenn úr Víkinni.

Arnþór Ingi lék með Víkingi í fimm ár.

Arnþór Ingi Kristinsson er genginn í raðir KR frá Víkingi R. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við KR.

Arnþór Ingi er annar leikmaðurinn sem KR fær frá Víkingi en áður hafði Alex Freyr Hilmarsson samið við Vesturbæjarliðið. KR hefur einnig fengið Ægi Jarl Jónasson frá Fjölni.

Arnþór Ingi, sem er 28 ára, hefur leikið með Víkingi síðan 2013. Hann er uppalinn hjá ÍA og hefur einnig leikið með Hamri í Hveragerði.

Arnþór Ingi lék alls 78 leiki með Víkingi í Pepsi-deildinni og skoraði tíu mörk. Fjögur þeirra komu á síðasta tímabili.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Íslenski boltinn

„Gott að fá aukna breidd í sóknarleikinn"

Íslenski boltinn

Ísland kláraði mótið með sannfærandi sigri

Auglýsing

Nýjast

Ronaldo sleppur við leikbann fyrir hreðjafagnið

Úrslitakeppnin hjá körlunum hefst í kvöld

Suður-Kórea er með frábært lið en við óttumst ekkert

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Auglýsing