Íslenski boltinn

KR fær annan leikmann frá Víkingi

KR heldur áfram að sækja sér liðsstyrk fyrir næsta tímabil. KR hefur nú fengið tvo leikmenn úr Víkinni.

Arnþór Ingi lék með Víkingi í fimm ár.

Arnþór Ingi Kristinsson er genginn í raðir KR frá Víkingi R. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við KR.

Arnþór Ingi er annar leikmaðurinn sem KR fær frá Víkingi en áður hafði Alex Freyr Hilmarsson samið við Vesturbæjarliðið. KR hefur einnig fengið Ægi Jarl Jónasson frá Fjölni.

Arnþór Ingi, sem er 28 ára, hefur leikið með Víkingi síðan 2013. Hann er uppalinn hjá ÍA og hefur einnig leikið með Hamri í Hveragerði.

Arnþór Ingi lék alls 78 leiki með Víkingi í Pepsi-deildinni og skoraði tíu mörk. Fjögur þeirra komu á síðasta tímabili.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Ísland hóf undankeppnina með sigri

Íslenski boltinn

Guðjón Pétur heldur norður yfir heiðar

Íslenski boltinn

Kaj Leo til meistaranna

Auglýsing

Nýjast

Erik á­nægður með frammi­stöðuna gegn Belgum

Aron Einar: „Við getum verið ágætlega stoltir“

Tap fyrir bronsliðinu í Brussel

Kári þarf að fara í aðgerð

Sjö breytingar frá síðasta leik

VAR tekið upp á Englandi

Auglýsing