Íslenski boltinn

KR fær annan leikmann frá Víkingi

KR heldur áfram að sækja sér liðsstyrk fyrir næsta tímabil. KR hefur nú fengið tvo leikmenn úr Víkinni.

Arnþór Ingi lék með Víkingi í fimm ár.

Arnþór Ingi Kristinsson er genginn í raðir KR frá Víkingi R. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við KR.

Arnþór Ingi er annar leikmaðurinn sem KR fær frá Víkingi en áður hafði Alex Freyr Hilmarsson samið við Vesturbæjarliðið. KR hefur einnig fengið Ægi Jarl Jónasson frá Fjölni.

Arnþór Ingi, sem er 28 ára, hefur leikið með Víkingi síðan 2013. Hann er uppalinn hjá ÍA og hefur einnig leikið með Hamri í Hveragerði.

Arnþór Ingi lék alls 78 leiki með Víkingi í Pepsi-deildinni og skoraði tíu mörk. Fjögur þeirra komu á síðasta tímabili.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Æfingar hafnar á La Manga

Íslenski boltinn

Felix Örn aftur til Vestmannaeyja

Íslenski boltinn

Birkir Már jafnar leikjafjölda Eiðs Smára í dag

Auglýsing

Nýjast

Sigur gæti fleytt Patreki í milliriðil

Higuain færist nær Chelsea

Gott gengi gegn Makedóníu

Tímamótaleikur hjá Arnóri Þór gegn Makedóníu

Spurs selur Dembélé til Kína

Harden með 115 stig í síðustu tveimur leikjum

Auglýsing