Körfubolti

KR búið að semja við ítalskan leikstjórnanda

Rúv greinir frá því í dag að KR sé búið að semja við hinn ítalska Mike DiNunno um að leika með liðinu og kemur hann inn fyrir Dino Stipcic sem var leystur undan samning fyrir áramót.

DiNunno setur upp sókn í leik með Eastern Kentucky. Fréttablaðið/Getty

Íslandsmeistarar síðustu fimm ára, KR, eru búnir að finna staðgengil Dino Stipcic en samkvæmt heimildum Rúv er Mike DiNunno búinn að skrifa undir í Vesturbænum.

DiNunno er bandarískur en er með ítalskt vegabréf og telst því sem evrópskur leikmaður og getur því leikið við hlið Julian Boyd.

Á atvinnumannaferlinum hefur DiNunno leikið með Beroe í Búlgaríu, Chesire Phoenix í Bretlandi, Iraklis Thessaloniki í Grikklandi og  Nord Barese á Ítalíu.

Í bandaríska háskólakörfuboltanum lék hann með liðum Northern Illinois og Eastern Kentucky.

KR vann fyrsta leik sinn eftir jólafríið í gær þegar KR-ingar gerðu sér góða ferð og unnu Skallagrím í Borgarnesi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Körfubolti

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Körfubolti

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Auglýsing

Nýjast

Leystu verkefnið fagmannlega í Andorra

Ísland hóf undankeppnina með sigri

Aron og Alfreð byrja báðir

Góð frammistaða en svekkjandi úrslit

Börsungar tilbúnir að selja Coutinho

Ágætis byrjun hjá Arnari og Eiði

Auglýsing