KR-ingar eru búnir að bæta við stórum leikmanni sem getur spilað sem miðherji eða framherji fyrir komandi átök í Dominos-deild karla.

Ríkjandi Íslansdmeistararnir eru búnir að semja við Brandon Nazione, bandarískan leikmann með ítalskt vegabréf. Brandon lék síðast með Sporting í portúgölsku deildinni.

Brandon lék með Eastern Michigan háskólanum í Bandaríkjunum en á atvinnumannaferlinum leikið í Þýskalandi, Portúgal, Argentínu og í Úrúgvæ.

Í tilkynningu KR kemur fram að Brandon sé 203 sentímetra hár og komi því til með að hjálpa KR-ingum í frákastabaráttunni inn í teig en á erlendum tölfræðiveitusíðum er hann skráður sem framherji.