Hræðilegt gengi KR-inga á heimavelli hélt áfram á föstudaginn þegar Víkingur vann 3-0 sigur á KR-ingum á Meistaravöllum.

Heimavöllur félagsins sem var um árabil afar sterkt vígi hefur reynst andstæðingum KR auðveld bráð.

Með sigri Víkinga hefur KR aðeins unnið einn af fyrstu sex heimaleikjum sínum í Bestu deildinni í ár og stigauppskeran aðeins sex stig eða eitt stig að meðaltali í leik.

Það er aðeins undir meðaltali KR-inga í síðustu 24 leikjum sem hafa fengið 26 stig í þeim. Af því eru átta jafntefli, sex sigurleikir og ellefu tapleikir.