Körfubolti

KR áfram á toppum - Valur feti framar Stjörnunni

Heil umferð fór fram í Domino's-deild kvenna í körfubolta í kvöld, en þá var 15. umferð deilarinnar leikin. Spenna var í tveimur af fjórum leikjum umferðarinnar, en hinir tveir enduðu með sannfærandi sigrum.

Helena Sverrisdóttir leikmaður Vals sækir að körfu Skallagríms í leik liðanna í kvöld. Fréttablaðið/Stefán

KR er áfram á toppi Domino's-deildar kvenna í körfubolta, en liðið lagði Hauka að velli 80-70 í 15. umferð deildarinnar í kvöld. 

Keflavík og Snæfell eru áfram í seilingarfjafrlægð frá KR í toppbaráttunni, en Keflavík lagði Stjörnuna að velli 68-59 og Snæfell vann 82-72 sigur gegn Breiðabliki botnliði deildarinnar.   

Valur skaust tveimur stigum á undan Stjörnunni, en liðið fór illa með Skallagrím í leik liðanna í kvöld. Lokatölur í þeim leik urðu 83-43 Valskonum í vil. 

Staðan í deildinni þegar 15 umferðum af 28 hafa er lokið er eftirfarandi:

1. KR 24 
2. Keflavík 22
3. Snæfell 22
4. Valur 18
5. Stjarnan 16
6. Skallagrímur 8
7. Haukar 8
8. Breiðablik 2

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Keflavík lagði nágranna sína að velli

Körfubolti

ÍR vann afar öruggan sigur gegn Breiðabliki

Körfubolti

Unnu síðustu sex mínúturnar 22-0

Auglýsing

Nýjast

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Winks bjargaði Tottenham gegn Fulham

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

City með öruggan sigur á Huddersfield

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Auglýsing