Óskar Bjarni segist eiga margar góðar sögur að segja frá tíma sínum sem að­stoðar­þjálfari ís­lenska lands­liðsins á þeim tímum sem Guð­mundur var lands­liðs­þjálfari. Ein sagan kemur frá Ólympíu­leikunum í Peking árið 2008.

Guð­mundur er maður sem er með öll smá­at­riði á hreinu að sögn Óskars Bjarna og á Ólympíu­leikunum í Peking var sturtan í hótel­í­búð sem hann, og aðrir úr þjálfara­t­eyminu deildu, að trufla lands­liðs­þjálfarann.

„Þannig var mál með vexti að í hvert skipti sem maður fór í sturtu flæddi alltaf vatn um bað­her­bergið, ein­angrun sturtu­klefans var ekki nægi­lega góð og niður­fallið réði ekki við vatns­magnið.

Við áttum eftir að vera þarna í ein­hvern tíma og þetta fór létt í taugarnar á okkur í ís­lenska teyminu en þó mest í taugarnar á Guð­mundi.“

Óskar segist hafa haft gaman að því hversu mikið eitt svona smá­at­riði gat farið í taugarnar á Guð­mundi.

„Á endanum lét hann ekki bjóða sér þetta lengur. Einn daginn mætir Guð­mundur inn í í­búðina með sex Kín­verja á eftir sér. Þá var hann búinn að ná í teymi og þetta var bara lagað á staðnum. Ég hafði mjög gaman að þessu, sjálfur hefði ég ekki nennt að standa í þessu en í kringum Guð­mund þarf allt að vera upp á tíu.

Svo stóð Guð­mundur þarna yfir þeim á meðan að þetta kín­verska teymi vann að hlutunum, hann var að segja þeim til þarna svo þetta yrði nú eins og best væri á kosið.“

Það var kannski gott að Guð­mundur lét koma í veg fyrir lekann, eitt­hvað sem hafði pirrað hann mjög, vegna þess að á um­ræddum Ólympíu­leikum fór Ís­land alla leið í úr­slita­leik mótsins þar sem liðið þurfti að sætta sig við tap en silfur­verð­laun. Besta árangur ís­lenska lands­liðsins í hand­bolta til þessa á Ólympíu­leikunum.