Kostnaður við byggingu fram­tíðar­heimilis fyrir fjöl­skyldu Cristiano Ron­aldo, leik­manns Manchester United hefur farið langt fram úr kostnaðar­á­ætlun. Húsið verður stað­sett á portúgölsku rivíerunni, vel dýru og eftir­sóttu svæði í septem­ber og verður griðar­staður fjöl­skyldunnar eftir að knatt­spyrnu­skórnir fara á hilluna hjá Ron­aldo.

Upp­haf­lega hafði Ron­aldo lagt til hliðar því sem nemur 10 milljónum punda í húsið sem verður einkar glæsi­legt. Hins vegar hefur hækkun efnis­kostnaðar í bland við full­komnunar­á­ráttu Ron­aldos séð til þess að kostnaðurinn við byggingu hússins verður nær 18 milljónum frekar en 10.

Það er á þessum stað sem Ron­aldo vill setjast að með fjöl­skyldu sína þegar að ferlinum lýkur, í heima­landinu þar sem nóg pláss verður fyrir alla fjöl­skylduna.

Eignin verður enn ein við­bót við mikinn fjölda fjölda eigna sem Ron­aldo og unnusta hans, Georgina Rodrigu­ez eiga víðs vegar um heiminn. Þar með talin er lúxus villa á Ítalíu sem og af­girt setur í út­jaðri Madríd á Spáni.

Knatt­spyrnu­skórnir eru þó ekki á leið upp á hillu hjá Ron­aldo strax. Hann undir­býr sig nú fyrir komandi tíma­bil með Manchester United og þessi 37 ára gamli sóknar­maður hefur áður sagst geta spilað þangað til hann verður 40 ára.