Lance Armstrong, sem flestir eru sammála um að sé ein mesti íþróttasvindlari sögunnar, býður upp á ferðina The Move Mallorca 2020 þar sem 12 áhugasamir hjólreiðakappar geta slegist í för með honum og George Hincapie, sem einnig hefur viðurkennt að hafa rangt við, um Mallorca. Aðeins 12 geta komið í ferðina sem tekur fimm daga og sex nætur í september. Ferðaskrifstofan Out There auglýsir ferðina og mun vera hjólað á Pinarello hjólum í eins búningum og er allt innifalið fyrir þá sem vilja koma með.

Búið er að fjarlægja alla titla af Armstrong, meðal annars þá sjö Tour de France titlana sem hann vann í röð frá 1999-2005 eftr að hann viðurkenndi lyfjanotkun. Þá var hann settur í bann af alþjóða hjólreiðasambandinu frá öllum keppnum enda var hann ekki beint að taka inn einhvern orkudrykk skömmu fyrir keppnir.

Hann viðurkenndi í frægu viðtali við Opruh að hafa verið svindlari allan sinn feril og missti í kjölfarið nánast alla samstarfsaðila og tapaði gríðarlegum upphæðum. Hann sagði árið 2018 að fjárfesting í Uber hefði bjargað fjárhagnum en 100 þúsund dollara fjárfesting sé metinn á bilinu 10-50 milljónir dollara en kostnaðurinn við málaferli og fleira hefði kostað hann 111 milljónir dollara.