Laurent Koscielny fyrirliði Arsenal neitaði að fara með liðinu í æfingaferð til Bandaríkjanna í dag.

Franski miðvörðurinn vill fara frá félaginu og er þetta liður í verkfallsaðgerðum hans til þess að fá vilja sínum framgengt.

Arsenal sendi frá sér tilkynningu um málið í dag þar sem félagið harmar ákvörðun Koscielny sem sé í trássi við skipanir félagsins.

Forráðamenn Arsenal ætla ekki að tjá sig frekar um málið að svo stöddu en vona hins vegar að málið fái farsælan endi.