Miðjumaðurinn tilkynnti læknateymi liðsins að hann væri farinn að finna fyrir flensueinkennum og var því skimað eftir kórónaveirunni. Sama dag kom í ljós að Kulusevski væri með kórónaveiruna.

Fyrir vikið er hann kominn í einangrun og missir af fyrsta leik Svíþjóðar á mótinu gegn Spáni en óvíst er hvort að hann nái næsta leik eftir það.

Fréttirnar koma stuttu eftir að kórónaveirusmit kom upp í herbúðum spænska landsliðsins þegar Sergio Busquets greindist með smit.