Meðlimir í þjálfarateymi Ronald Koeman hjá Barcelona greindust með kóróanveirusmit í skimun félagsins á dögunum og eru því allir leikmenn liðsins á leiðinni í skimun.

Óvíst er hvort að leikur Barcelona og Athletic Bilbao geti farið fram annað kvöld en búið er að aflýsa æfingu Börsunga í dag og blaðamannafundi Ronald Koeman.

Við skimun kom í ljós að tveir einstaklingar sem áttu í nánum samskiptum við leikmenn væru smitaðir af COVID-19 og þurfa því allir að gangast undir skimun í dag.

Enska úrvalsdeildin hefur neyðst til þess að fresta leikjum vegna smita innan leikmannahópa og gæti spænska deildin þurft að feta í þeirra fótspor í dag.