Tveir leikmenn úr íslenska U-18 ára landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á EM í sumar eru í íslenska A-landsliðshópnum fyrir fyrstu leiki þess í undankeppni EM 2020.

Þetta eru markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson og Haukur Þrastarson sem var valinn besti leikmaður EM U-18 ára.

Haukur er einn þriggja leikstjórnenda í íslenska hópnum en allir eru þeir kornungir. Haukur er 17 ára, Gísli Þorgeir Kristjánsson 19 ára og Elvar Örn Jónsson 21 árs.

Sigvaldi Guðjónsson, leikmaður Elverum í Noregi, er í hópnum en hann á aðeins þrjá landsleiki að baki.

Þá fær Ágúst Birgisson, línumaður FH, tækifæri í hópnum að þessu sinni.

Guðjón Valur Sigurðsson og Theodór Sigurbjörnsson gefa ekki kost á sér af persónulegum ástæðum.

Ísland mætir Grikklandi í Laugardalshöll 24. október og Tyrklandi ytra fjórum dögum síðar. Auk þessara liða er Makedónía í riðlinum.

Íslenska hópinn má sjá hér fyrir neðan.