Handbolti

Kornungir leikstjórnendur í hópi Guðmundar

Guðmundur Guðmundsson hefur tilkynnt íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 síðar í mánuðinum. Guðjón Valur gefur ekki kost á sér.

Haukur Þrastarson er í hópnum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Tveir leikmenn úr íslenska U-18 ára landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á EM í sumar eru í íslenska A-landsliðshópnum fyrir fyrstu leiki þess í undankeppni EM 2020.

Þetta eru markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson og Haukur Þrastarson sem var valinn besti leikmaður EM U-18 ára.

Haukur er einn þriggja leikstjórnenda í íslenska hópnum en allir eru þeir kornungir. Haukur er 17 ára, Gísli Þorgeir Kristjánsson 19 ára og Elvar Örn Jónsson 21 árs.

Sigvaldi Guðjónsson, leikmaður Elverum í Noregi, er í hópnum en hann á aðeins þrjá landsleiki að baki.

Þá fær Ágúst Birgisson, línumaður FH, tækifæri í hópnum að þessu sinni.

Guðjón Valur Sigurðsson og Theodór Sigurbjörnsson gefa ekki kost á sér af persónulegum ástæðum.

Ísland mætir Grikklandi í Laugardalshöll 24. október og Tyrklandi ytra fjórum dögum síðar. Auk þessara liða er Makedónía í riðlinum.

Íslenska hópinn má sjá hér fyrir neðan.

Íslenski hópurinn fyrir leikina gegn Grikklandi og Tyrklandi. Mynd/HSÍ

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Noregur á enn von eftir stórsigur

Handbolti

Óðinn í liði umferðarinnar

Handbolti

Segja Guðjón Val vera búinn að semja við PSG

Auglýsing

Nýjast

Stefna að því að opna nýjan golfvöll á Rifi

AGF safnaði rúmri milljón fyrir Tómas Inga

Ísland mætir Svíþjóð og Kúveit í Katar í janúar

Selfyssingar farnir að styrkja liðið fyrir næsta tímabil

Sara þegar búin að vinna sér inn 370 þúsund krónur

Björgvin Karl í þriðja sæti eftir fyrsta dag í Dubai

Auglýsing