Tuttugu og tveggja ára að­stoðar­þjálfara stúlkna­liðs í körfu­bolta í Virginiu hefur verið sagt upp störfum eftir að hún þóttist vera þrettán ára leik­maður og spilaði leik gegn öðru stúlkna­liði.

Málið hefur skiljan­lega fengið mikla at­hygli og hafa mynd­brot úr um­ræddum leik farið í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum. Um var að ræða Arlishu Boykins, að­stoðar­þjálfara stúlkna­liðs Churchland skólans í Portsmouth,Virginiu.

Um leið og stjórn­endur skólans fengu veður af at­hæfi þjálfarans var sett af stað rann­sókn á málinu sem varð að lokum til þess Boykins, á­samt öðrum þjálfurum liðsins sem voru með í ráða­brugginu, var sagt upp störfum.

Stað­reyndin er sú að Boykins tók pláss 13 ára stúlku í liðinu og segir faðir stúlkunnar farir sínar ekki sléttar.

„Þjálfarar eru alltaf að impra á heilindum í í­þróttum þannig að ég er í sjokki yfir þessu.“