Tuttugu og tveggja ára aðstoðarþjálfara stúlknaliðs í körfubolta í Virginiu hefur verið sagt upp störfum eftir að hún þóttist vera þrettán ára leikmaður og spilaði leik gegn öðru stúlknaliði.
Málið hefur skiljanlega fengið mikla athygli og hafa myndbrot úr umræddum leik farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Um var að ræða Arlishu Boykins, aðstoðarþjálfara stúlknaliðs Churchland skólans í Portsmouth,Virginiu.
Um leið og stjórnendur skólans fengu veður af athæfi þjálfarans var sett af stað rannsókn á málinu sem varð að lokum til þess Boykins, ásamt öðrum þjálfurum liðsins sem voru með í ráðabrugginu, var sagt upp störfum.
Staðreyndin er sú að Boykins tók pláss 13 ára stúlku í liðinu og segir faðir stúlkunnar farir sínar ekki sléttar.
„Þjálfarar eru alltaf að impra á heilindum í íþróttum þannig að ég er í sjokki yfir þessu.“
Bruh ain’t no way 😭😭😭😭😭
— Shannonnn sharpes Burner (PARODY Account) (@shannonsharpeee) February 1, 2023
Arlisha Boykins who is a 22 year old assistant coach on a JV girls basketball team impersonated a 13-year-old player on the team for a game pic.twitter.com/SZy7n2zE1d