Einstakt körfuboltaspjald með LeBron James seldist á uppboði í nótt á 2,4 milljónir dala eða um 320 milljónir íslenskra króna. Umrætt spjald er eina sinnar tegundar í heiminum.

Umrætt körfuboltaspjald innihélt einkennismerki NBA-deildarinnar sem var tekið af treyjum sem LeBron notaðist við sem leikmaður Cleveland Cavaliers, Miami Heat og Los Angeles Lakers

Kanadíski rapparinn Drake hefur verið á höttunum eftir spjaldinu og borgaði um 200 þúsund dali fyrir pakka af körfuboltaspjöldum í von um að finna umrætt spjald.

Á síðasta ári seldist áritað körfuboltaspjald LeBrons frá fyrsta tímabili körfuboltamannsins í NBA-deildinni á 5,2 milljónir dala.